Tryggingasvik í NBA-deildinni

Adam Silver er hæstráðandi í NBA-deildinni.
Adam Silver er hæstráðandi í NBA-deildinni. AFP

Átján menn sem leikið hafa í NBA-deildinni í körfuknattleik á einhverjum tímapunkti hafa verið kærðir fyrir tryggingasvik. 

Er þeim gefið að sök að hafa misnotað sjúkratryggingar í NBA og haft þannig miklar upphæðir út úr NBA-deildinni í formi endurgreiðslu á meintum sjúkrakostnaði. 

Terrence Williams er sagður höfuðpaurinn í málinu af fjölmiðlum vestan hafs. Lék hann með New Jersey Nets, Houston Rockets, Sacramento Kings og Boston Celtics á árunum 2009-2013 en eftir það lék hann mestmegnis sem atvinnumaður utan Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert