Meistararnir ekki í vandræðum með nýliðana

Þórsarar voru of góðir fyrir nýliðana í kvöld.
Þórsarar voru of góðir fyrir nýliðana í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna nýliða Vestra á heimavelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Þór er með tvö stig eftir tvo leiki en Vestri er án stiga. Urðu lokatölur í Þorlákshöfn í kvöld 100:77.

Þórsarar tóku völdin strax í byrjun og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 25:17. Þórsarar héldu áfram að gefa í og var munurinn orðinn 24 stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 74:50. Reyndist lokaleikhlutinn formsatriði fyrir Þór.

Daninn Daniel Mortensen skoraði 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Þór og Ronaldas Rutkauskas skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Nemanja Knezevic skoraði 14 stig og tók 10 fráköst fyrir Vestra og Julio Afonso skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. 

Þór Þ. - Vestri 100:77

Icelandic Glacial höllin, Subway deild karla, 14. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:0, 12:9, 19:14, 25:17, 31:21, 43:25, 43:29, 44:34, 50:38, 57:40, 65:45, 74:50, 81:56, 86:63, 93:69, 100:77.

Þór Þ.: Daniel Mortensen 27/11 fráköst, Ronaldas Rutkauskas 14/13 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12/4 fráköst, Glynn Watson 11/11 stoðsendingar, Tómas Valur Þrastarson 10, Luciano Nicolas Massarelli 10/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 6, Ragnar Örn Bragason 5, Tristan Rafn Ottósson 3, Ísak Júlíus Perdue 2.

Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.

Vestri: Julio Calver De Assis Afonso 14/9 fráköst, Nemanja Knezevic 14/10 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 13/4 fráköst, Ken-Jah Bosley 11, Friðrik Heiðar Vignisson 9/5 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 5, Marko Jurica 4/4 fráköst, Blessed Parilla 3, Hugi Hallgrimsson 2, Arnaldur Grímsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert