Meistaraslagnum frestað

Leik Hauka og Vals hefur verið frestað.
Leik Hauka og Vals hefur verið frestað. mbl.is/Unnur Karen

Leik Hauka og Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta hefur verið frestað vegna smita og sóttkvíar í liði Hauka. Ekki hefur verið fundinn nýr leiktími.

Leikurinn er einn fjölmargra leikja sem hefur verið frestað hér á landi á síðustu vikum en Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og Valur ríkjandi Íslandsmeistari.

Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með átta stig og Valur í þriðja sæti með 16 stig en Haukar eiga fjóra leiki til góða.

mbl.is