Úr Grafarvoginum í Breiðholtið

Frá vinstri, Ísak Wíum og Baldur Már Stefánsson.
Frá vinstri, Ísak Wíum og Baldur Már Stefánsson. Ljósmynd/ÍR

ÍR hefur samið við Baldur Má Stefánsson um að verða aðstoðarþjálfari Ísaks Wíum hjá körfuboltaliði félagsins. 

Baldur hefur síðustu tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari meistaraflokk Fjölnis ásamt því að hafa stýrt drengja og unglingaflokk þar. Baldur hefur einnig þjálfað hjá Stjörnunni og Breiðablik síðustu ár ásamt því að vera aðstoðarþjálfari u18 landsliðs karla í körfuknattleik síðastliðin þrjú ár. 

ÍR endaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð og komst því ekki í úrslitakeppnina. 

mbl.is