Valur valtaði yfir Breiðablik í upphafsleiknum

Ásta Júlía Grímsdóttir átti góðan leik fyrir Val.
Ásta Júlía Grímsdóttir átti góðan leik fyrir Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann afar sannfærandi 84:46-sigur á Breiðabliki er liðin mættust í upphafsleik Subway-deildar kvenna í körfubolta í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Valskonur voru með 19:12 forskot eftir fyrsta leikhlutann og bætti jafnt og þétt við forystuna. Staðan í hálfleik var 41:25 og var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í seinni hálfleik.

Leikmenn Vals skiptu stigunum vel á milli sín því Kiana Johnson gerði 23 stig, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir skoraði 16 og Simone Costa bætti við 14. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 10 og tók 14 fráköst.

Sanja Orozovic skoraði 15 stig og tók sjö fráköst fyrir Breiðablik og Anna Soffía Lárusdóttir bætti við 12 stigum og fimm fráköstum.  

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 20. september 2022.

Gangur leiksins:: 2:2, 10:2, 15:6, 19:12, 25:14, 34:14, 38:18, 41:25, 44:25, 50:27, 52:31, 54:33, 58:35, 64:39, 72:43, 84:46.

Valur: Kiana Johnson 23/5 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/4 fráköst, Simone Gabriel Costa 14, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/14 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7/4 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 6, Stefanía Silfá Sigurðardóttir 3, Tanja Kristín Árnadóttir 3, Sara Líf Boama 2/6 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Sanja Orozovic 15/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/13 fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir 5/9 fráköst/5 stoðsendingar, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 3, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Hera Magnea Kristjánsdóttir 1.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 103

mbl.is
Loka