Ísland mætti ofjarli sínum á Spáni

Sara Rún Hinriksdóttir leitar leiða framhjá spænskum varnarmanni.
Sara Rún Hinriksdóttir leitar leiða framhjá spænskum varnarmanni. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola stórt 54:120-tap á útivelli gegn gríðarlega sterku liði Spánar er liðin mættust í undankeppni EM kvenna í körfubolta í Huelva í kvöld. Spánn er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki, en Ísland án stiga.

Spænska liðið er eitt það sterkasta í heimi og átti íslenska liðið litla möguleika. Spænska liðið raðaði niður þriggja stiga körfum, á milli þess sem það skoraði úr góðum færum, eftir gott spil. Hinum megin hitti íslenska liðið illa og réð illa við magnaða spænska sóknarmenn.

Staðan í hálfleik var 59:16. Íslenska liðið byrjaði þriðja leikhlutann af miklum krafti og Sara Rún Hinriksdóttir var í miklu stuði. Ísland skoraði 13 af fyrstu 18 stigunum í leikhlutanum, en eftir því sem leið á leikhlutann náði spænska liðið meiri takti og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 91:41.

Fjórði leikhlutinn reyndist formsatriði fyrir spænska liðið og afar sannfærandi heimasigur varð raunin. Ísland mætir Rúmeníu í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur, þar sem möguleikinn á sigri er mun meiri.

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig og Hildur Björg Kjartansdóttir gerði 13 stig. Mario Araujo var stigahæst í spænska liðinu með 19 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Spánn 120:54 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is