Keflavík valtaði yfir Stjörnuna

Eric Ayala reynir skot og Hlynur Bæringsson reynir að stöðva …
Eric Ayala reynir skot og Hlynur Bæringsson reynir að stöðva hann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflvíkingar unnu yfirburðasigur á Stjörnuni, 115:87, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.

Keflvíkingar eru þá komnir með 20 stig og eru í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Valsmönnum. Garðbæingar sitja eftir með 10 stig í áttunda sætinu.

Keflavík stakk af í öðrum leikhluta og breytti stöðunni úr 26:22 í 56:35. Í seinni hálfleik átti Stjarnan aldrei möguleika og heimamenn fóru yfir 100 stigin löngu fyrir leikslok.

Eric Ayala skoraði 27 stig fyrir Keflavík, David Okeke skoraði 24 og tók 14 fráköst, og þá átti Hörður Axel Vilhjálmsson 13 stoðsendingar auk þess að skora 10 stig.

Niels Gutenius skoraði 15 stig fyrir Stjörnuna, Dagur Kár Jónsson og Adama Darboe 14 hvor.

Gangur leiksins:: 6:4, 13:9, 19:14, 26:22, 30:28, 38:31, 46:31, 56:35, 70:40, 75:47, 84:54, 88:63, 95:67, 105:74, 110:80, 115:87.

Keflavík: Eric Ayala 27, David Okeke 24/14 fráköst, Dominykas Milka 14/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11/6 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 10/13 stoðsendingar, Igor Maric 10, Ólafur Ingi Styrmisson 7, Magnús Pétursson 6, Arnór Sveinsson 3, Valur Orri Valsson 3.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Niels Gustav William Gutenius 15/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Adama Kasper Darbo 14/7 stoðsendingar, Friðrik Anton Jónsson 11/9 fráköst, Viktor Jónas Lúðvíksson 10, Ásmundur Múli Ármannsson 9, Sigurður Rúnar Sigurðsson 5, Hlynur Elías Bæringsson 4/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Kristján Fannar Ingólfsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 86

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert