Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Sauðárkróks

Nicolas Richotti reyndist Sauðkrækingum erfiður.
Nicolas Richotti reyndist Sauðkrækingum erfiður. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík vann góðan átta stiga sigur á Tindastóli, 94:86, í Subway-deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. 

Tindastóll byrjaði leikinn mun betur og setti fjögur fyrstu stig leiksins. Heimamenn héldu sama gengi áfram út leikhlutann og luku honum sex stigum yfir, 24:18. 

Allt annað Njarðvíkurlið mætti í annan leikhluta og byrjuðu gestirnir á að setja fyrstu 11 stig leikhlutans og koma sér fimm stigum yfir, 29:24. Njarðvíkingar héldu meira og minna því forskoti út leikhlutann og fóru inn í hálfleikinn tíu stigum yfir, 51:41. 

Njarðvíkingar virtust ætla að sigla sigrinum léttilega heim í byrjun þriðja leikhlutans en þeir byrjuðu á 8:0-kafla og juku forskot sitt í 18 stig, 59:41. 

Tindastóll rankaði þó við sér eftir það og þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta minnkaða heimaliðið muninn í sjö stig, og svo sex í lok leikhlutans, 59:65, og þá var æsispennandi fjórði leikhluti eftir. 

Liðin skiptu með sér stigunum fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans og leikmenn Tindastóls ætluðu ekki að komast nær Njarðvíkingum. Það gerðu Sauðkrækingar þó og minnkuðu muninn tvívegis minnst í þrjú stig. 

Njarðvíkingar voru þó sterkari á lokametrunum og sigldu átta marka sigri heim til Suðurnesjanna.

Nicolas Richotti var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur með 20 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. Mario Matasovic var með 17 stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu og Dedrick Basile með 14 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. 

Ant­onio Keyshawn Woods, leikmaður Tindastóls, var stigahæsti maður leiksins með 27 stig. Hann var einnig með fimm fráköst og sex stoðsendingar. Pétur Rúnar Birgisson var næstatkvæðahæstur í liði Tindastóls með 16 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar. 

Með sigrinum jafnaði Njarðvík nágranna sína í Keflavík að stigum, bæði með 20. Tindastóll er enn í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig. 

Gangur leiksins: 4:0, 12:11, 17:14, 24:18, 24:24, 27:34, 35:43, 41:51, 41:57, 44:59, 51:61, 59:65, 65:75, 73:83, 82:87, 86:94.

Tindastóll: Antonio Keyshawn Woods 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 16/5 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 13/7 fráköst, Adomas Drungilas 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7, Ragnar Ágústsson 3/6 fráköst, Axel Kárason 3.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Nicolas Richotti 20/5 fráköst/8 stoðsendingar, Mario Matasovic 17/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12, Lisandro Rasio 10/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 6, Oddur Rúnar Kristjánsson 6/5 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 6/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 400.

mbl.is