Tólf valdar fyrir tvo síðustu leikina

Hildur Björg Kjartansdóttir er sú leikjahæsta í íslenska landsliðshópnum.
Hildur Björg Kjartansdóttir er sú leikjahæsta í íslenska landsliðshópnum. Ljósmynd/FIBA

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið tólf leikmenn fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna.

Íslenska liðið mætir Ungverjalandi á útivelli í Miskolc 9. febrúar og síðan Spáni í Laugardalshöllinni sunnudagskvöldið 12. febrúar.

Ísland hefur unnið einn af fjórum leikjum sínum í riðlinum, gegn Rúmeníu á heimavelli, og er auk þess með betri útkomu í innbyrðis leikjunum gegn Rúmenum sem líklega tryggir liðinu þriðja sætið í riðlinum.

Hildur Björg Kjartansdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir eru reyndustu leikmenn íslenska liðsins.

Liðið fer til Ungverjalands 6. febrúar og æfir þar fram að leik. Hópurinn er þannig skipaður, landsleikir í svigum:

Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir, Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir, Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukar (4)
Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur (38)
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir, Faenza, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir, AKS Falcon, Danmörku (27)

Þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni, Hallveig Jónsdóttir, Val, og Helena Sverrisdóttir, Haukum.

mbl.is