Einar tekinn við Njarðvík

Rúnar Ingi Erlingsson, Halldór Karlsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN og Einar …
Rúnar Ingi Erlingsson, Halldór Karlsson formaður körfuknattleiksdeildar UMFN og Einar Árni Jóhannsson. Ljósmynd/UMFN

Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik.

Rúnar Ingi Erlingsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðsins en er tekinn við þjálfun karlaliðsins líkt og mbl.is greindi frá í síðustu viku.

„Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það.

Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum.

Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmningu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni í samtali við heimasíðu Njarðvíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert