Rússland vann í fjarveru Biles

Rússneska sveitin fagnar sigri í Tókýó í dag.
Rússneska sveitin fagnar sigri í Tókýó í dag. AFP

Lið Ólympíunefndar Rússlands hreppti gullið í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin urðu að láta sér silfrið duga en Simone Biles, einn fremsti íþróttamaður heims, varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla fyrr í dag.

Illa gekk hjá bandaríska liðinu án Biles en sömuleiðis er ekkert víst að þátttaka hennar hefði dugað liðinu til að skáka Rússunum sem áttu stórkostlega keppni. Rússar fengu 169,528 stig en Bandaríkin fengu 166,096. Bretar fengu svo bronsverðlaun með 164,096 stigum.

Þetta er fyrsti sigur Rússa í liðakeppni síðan í Barcelona árið 1992 en Bandaríkin voru búin að vinna keppnina á síðustu tveimur Ólympíuleikum, í Ríó og London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert