Biles sneri aftur og nældi í brons

Simone Biles við keppni í morgun.
Simone Biles við keppni í morgun. AFP

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles sneri aftur til keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar hún tók þátt í úrslitum einstaklingskeppninnar á jafnvægisslá í morgun. Hún krækti í bronsverðlaun en hinar kínversku Guan Chenchen og Tang Xijing röðuðu sér í efstu tvö sætin.

Biles fékk samtals 14.000 stig frá dómurunum, sem nægði til þess að tryggja þriðja sætið.

Tang Xijing var fyrst á slána og leiddi með 14.233 stigum, eða allt þar til landi hennar Guan Chenchen, sem var síðasti keppandinn, skákaði henni með frábærri frammistöðu og fékk 14.633 stig frá dómurunum fyrir vikið.

Guan hlaut því ólympíugull og Tang tók silfrið.

Guan Chenchen vann ólympíugull eftir frábæra frammistöðu á jafnvægisslánni í …
Guan Chenchen vann ólympíugull eftir frábæra frammistöðu á jafnvægisslánni í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert