Óvæntur sigur Grindvíkinga

Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík.
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík. mbl.is/Ómar

Grindvíkingar unnu í kvöld óvæntan sigur á Breiðabliki, 3:2, þegar liðin mættust í Fótbolta.net móti karla í Fífunni í Kópavogi.

Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir 1. deildarlið Grindvíkinga og Matthías Örn Friðriksson eitt en þeir höfðu steinlegið, 1:7, fyrir FH í fyrsta leiknum. Árni Vilhjálmsson og  Finnur Orri Margeirsson skoruðu fyrir Breiðablik.

Eftir tvær umferðir í riðlinum eru öll fjögur liðin með 3 stig, FH, Breiðablik, Keflavík og Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert