„Stórskemmtilegt hlaup“

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Golli

Aníta Hinriksdóttir undirstrikaði að hún er frjálsíþróttastjarna Íslands með stórkostlegri frammistöðu í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,81 mínútum og setti Íslandsmet í flokki fullorðinna. Hún átti sjálf fyrra metið, 2:03,27 mínútur, sem hún settti í febrúar 2013. Eftir smábið kom síðan staðfesting því að tíminn væri nýtt Evrópumet í flokki 19 ára og yngri.

Gríðarlegt stuð var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þessar tvær mínútur sem hlaupið fór fram. Áhorfendur blístruðu og klöppuðu og hvöttu hana áfram enda veittu keppinautar hennar, Rose Anne Galligan frá Írlandi og Aline Krebs frá Þýskalandi, henni verðuga keppni. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, frjálsíþróttasérfræðingur á RÚV, lýsti hlaupinu og var hann orðinn svo æstur þegar lokahringurinn fór fram að hann stóð upp úr sætinu sínu og öskraði. Mögnuð sjón.

Sjá nánar umfjöllun og viðtal við Anítu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert