Ungstirnin sigruðu í nístingskulda

Þrjár efstu í kvennaflokki í RIG brekkuspretti í kvöld. Bríet …
Þrjár efstu í kvennaflokki í RIG brekkuspretti í kvöld. Bríet Kristný Gunnarsdóttir (2. sæti), Natalía Erla Cassata (1. sæti) og Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir (3. sæti). mbl.is/Árni Sæberg

Það voru þau Natalía Erla Cassata og Agnar Örn Sigurðarson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í RIG brekkusprettum, hjólakeppni Reykjavík international games íþróttahátíðarinnar sem nú stendur yfir í Reykjavík. Keppnin fór fram á Skólavörðustíg í kvöld þar sem fjölmenni fylgdist með hjólreiðafólkinu spretta úr spori í nístingskulda.

Natalía er aðeins 15 ára gömul, en hún var í þriðja sæti í keppninni í fyrra. Hún sigraði Bríeti Kristnýju Gunnarsdóttur í úrslitarimmunni, en Bríet lenti í vandræðum í byrjuninni. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sem hefur síðustu tvör ár verið í örðu sæti, endaði í þriðja sæti í þetta skiptið eftir að hafa tapað fyrir Natalíu í undanúrslitum.

Efstir í karlaflokki í RIG brekkuspretti voru þeir Óskar Ómarsson …
Efstir í karlaflokki í RIG brekkuspretti voru þeir Óskar Ómarsson (2. sæti), Agn­ar Örn Sig­urðar­son (1. sæti) og Kristinn Jónsson (3. sæti). mbl.is/Árni Sæberg

Agnar er einnig ungur að árum, eða 18 ára og varði hann titilinn frá í fyrra, en þá hafði sigrað nokkuð óvænt. Agnar sigraði Óskar Ómarsson rétt svo með sjónarmun í úrslitarimmunni í karlaflokki. Rétt fyrir markið var Agnar með smá forskot en Óskar sótti á á síðustu metrunum, en allir þrír dómararnir voru sammála um að Óskar hefði verið sjónarmun á undan.

Hjólaspettur á Skólavörðustíg
Hjólaspettur á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg
Hjólaspettur á Skólavörðustíg
Hjólaspettur á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg

Í fyrsta sinn á Íslandi var einnig keppt í lengsta sprettinum á Skólavörðustígnum í kvöld. Keppnisrétt í þeirri grein öðluðust þeir sem ekki komust í undanúrslit. Allir keppendur voru ræstir samtímis og þurftu að halda jafnvægi án þess að stíga niður fæti eða styðja sig við innan fyrri og síðari ráslínu þar til hljóðmerki var gefið. Þegar dómari gaf hljóðmerki án fyrirvara á 4. eða 5. mínútu eftir ræsingu mátti hjóla í mark. Sigurvegari í þessari óvenjulegu keppni í anda „the longest lap“ sem er keppnisform úr track hjólreiðum var Kristófer Gunnlaugsson.

Hjólaspettur á Skólavörðustíg
Hjólaspettur á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg

Eins og fyrr segir var ískalt á Skólavörðustígnum í kvöld, en keppnin fór fram á neðsta hluta stígsins og var búið að girða af braut sem var um 120 metra löng. Þá höfðu tjöld verið sett upp þar sem keppendur héldu sig milli umferða og reyndu að halda á sér hita, enda ekki auðvelt að taka 10-20 sekúndna spretti þar sem allt er gefið í botn ef líkaminn kólnar of mikið á undan.

Hjólaspettur á Skólavörðustíg
Hjólaspettur á Skólavörðustíg mbl.is/Árni Sæberg
Agnar Örn, sigurvegari í karlaflokki, annað árið í röð.
Agnar Örn, sigurvegari í karlaflokki, annað árið í röð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert