Róbert sigraði í skvassi

Verðlaunahafar frá vinstri til hægri: Erling Adolf Ágústsson (2. sæti), …
Verðlaunahafar frá vinstri til hægri: Erling Adolf Ágústsson (2. sæti), Róbert Fannar Halldórsson (1. sæti), Magnús Helgason (3. sæti) og Leifur Grétarsson sem vann aukaflokk (sá sem vinnur alla leiki sína eftir tap í 1. umferð). Mynd/Skvassfélag Reykjavíkur

Erling Adolf Ágústsson og Róbert Fannar Halldórsson mættust í úrslitum í skvasskeppni Reykjavíkurleikanna í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða 17 í dag. Róbert sigraði nokkuð örugglega 3-0 (11-7, 11-8, 11-5). Í keppni um þriðja sætið mættust Magnús Helgason og Hörður Már Gylfason í spennandi leik sem endaði með sigri Magnúsar 3-1 (11-9, 9-11, 11-8, 11-2). Leifur Grétarsson vann aukaflokk (plate), vann alla leiki sína eftir tap í 1. umferð.

Úrslit annarra leikja má finna hér.

mbl.is