Jórunn sigraði í riffilkeppninni

Verðlaunahafar í keppni með loftriffli frá vinstri Guðmundur Helgi Christensen …
Verðlaunahafar í keppni með loftriffli frá vinstri Guðmundur Helgi Christensen (2.sæti), Jórunn Harðardóttir (1.sæti), Þórir Kristinsson (3.sæti). Mynd/Skotfélag Reykjavíkur

Seinni hluti skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í morgun. Í dag var keppt með loftriffli en í gær með loftskammbyssu.

Sigurvegari í loftriffilkeppninni varð Jórunn Harðardóttir með 602,6 stig og í öðru sæti Guðmundur Helgi Christensen með 596,3 stig. Í þriðja sæti var Þórir Kristinsson með 559,8 stig eftir harða baráttu við unglinginn Viktoríu Erlu Bjarnarson. Þórir tryggði sér bronsið í síðasta skotinu og var aðeins 0,2 stigum undan Viktoríu Erlu.

mbl.is