Miklar hækkanir vestanhafs

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu allar í dag. Meðal ástæðna fyrir hækkununum má nefna að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði töluvert auk þess sem stálrisinn US Steel skilaði uppgjöri sem var vel yfir væntingum.

Dow Jones-iðnaðarvísitalan hækkaði um 2,39% í dag, samsetta Nasdaq-vísitalan um 2,45% og S&P 500-vísitalan hækkaði um 2,34%.

Gengi bréfa deCODE lækkaði um 4,97% og er skráð 1,53  dalir. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK