Krónan á enn eftir að veikjast

Gengi krónunnar er mun lægra en getur samrýmst þjóðhagslegri heilsu landsins, að því er segir í hagspá greiningardeildar Kaupþings. Hvorki háir stýrivextir né lágt raungengi hafi náð að styðja við gengi krónunnar

Telur greiningardeildin að krónan sé enn í lækkunarferli og muni ná lágmarki á fjórða ársfjórðungi í ár. Krónan fari ekki að styrkjast á ný að neinu marki fyrr en líða tekur á árið 2009.

Hámarki verðbólgu verður náð á fjórða fjórðungi 2008 og mun hún þá mælast 16% að mati greiningardeildarinnar. Mjög lítil verðbólga sé fyrirsjáanleg árið 2010.

Að mati greiningardeildarinnar hefst vaxtalækkunarferli Seðlabankans strax í nóvember. Vaxtalækkanir séu mikilvægar til að viðhalda fjármálalegum stöðugleika.

Eftir mikinn hagvöxt síðustu ára muni verulega hægjast á hagkerfinu og er útlit fyrir lítinn sem engan hagvöxt á næstu tveimur árum. Á næstu árum muni vöruskipta- og þjónustujöfnuður halda áfram að batna. Ef fram heldur sem horfir telur greiningardeildin að viðskiptahalli muni nema 17,5% af vergri landsframleiðslu árið 2008. 

Flutningar erlends vinnuafls til landsins áttu stóran þátt í hagvexti síðustu uppsveiflu. Á síðustu mánuðum hafi hins vegar borið á viðsnúningi þar sem brottflutningur erlends vinnuafls frá landinu hafi aukist til muna í kjölfar versnandi efnahagsaðstæðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir