Hefur enn áhuga á Baugi

Philip Green.
Philip Green. mbl.is

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green er enn áhugasamur um að kaupa skuldir Baugs Group. Segir hann í samtali við Reuters að enn sé einhverri vinnu ólokið en hann er kominn aftur til Lundúna eftir að hafa farið til Íslands á þriðjudag. Þegar  hann er spurður um hvort það sé rétt sem kom fram í frétt Financial Times um að hann hefði hug á að kaupa Baug að fullu ekki bara skuldir félagsins svaraði hann: „Það er sami hluturinn", samkvæmt Reuters.

Green hefur rætt við Baug, íslensku bankana og íslensk stjórnvöld frá því á föstudag.  Nema skuldir Baugs yfir einum milljarði punda, samkvæmt Reuters. Einhver hluti þeirra er við íslensku bankana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK