Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna
Seðlabanki Bandaríkjanna Reuters

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna  ákvað í dag að lækka stýrivexti í það lægsta sem um getur í sögu bankans, verða þeir 0-0,25%. Er þetta mun meiri lækkun heldur en markaðurinn hafði gert ráð fyrir en flestir höfðu spáð lækkun upp á 0,5 prósentur. Það hefði þýtt lækkun úr 1% í 0,5%.

Ætlar bankastjórnin að beita öllum tiltækum ráðum til þess að berjast gegn fjármálakreppunni og því samdráttarskeiði sem nú ríkir í bandarísku efnahagslífi. Því versta frá fjórða áratug síðustu aldar og um leið því lengsta í meira en aldarfjórðung. Bankastjórnin lækkaði síðast stýrivexti í október en vextirnir hafa lækkað hratt á þessu ári.

Yfirlýsing bankastjórnarinnar í heild 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir