Kaupþing skiptir um nafn á næstunni

Kaupþing banki mun tilkynna um nýtt nafn á næstunni, en haldin var hugmyndasamkeppni á dögunum og bárust um 250 tillögur að nýju nafni, að sögn Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra.

Nýi Glitnir og Nýja Kaupþing fóru í sérstaka naflaskoðun eftir bankahrunið með upptöku á nýjum vörumerkjum og nöfnum í huga þar sem orðstír þeirra var skaðaður eftir bankahrunið. Nýi Glitnir hefur er breytt um nafn og starfar undir merkjum Íslandsbanka í dag.

Kaupþing tók upp nýtt heiti í svokölluðum swift-viðskiptum í haust og varð nafnið ESJA fyrir valinu. Finnur segir að ESJA-banki sé þó ólíklegt heiti. „Það hefur verið bent á að ESJA er fjall Reykvíkinga en Kaupþing er banki sem starfar um land allt,“ segir Finnur. Verið er að vinna úr aðsendum tillögum innan bankans. Landsbankinn hefur ekki í hyggju að kynna nýtt nafn, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir