Vilja bætur frá ríkinu

Erlend fjármálafyrirtæki hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna yfirtökunnar á SPRON. Fyrirtaka verður 1. september nk.

„Það er verið að kanna hvort þetta var gert með lögmætum hætti,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður fyrirtækjanna.

Joseph Tirado, meðeigandi lögmannsstofunnar Norton Rose í London, segir fleiri erlenda kröfuhafa ætla í mál við stjórnvöld.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að fundað hafi verið um málsvörnina og teymi verði stofnað. 

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir