Bónusgreiðslur miðlara hærri en tekjur verðbréfasviðs

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis námu bónusgreiðslur til starfsmanna verðbréfasviðs Landsbankans 194 milljónum króna haustið 2007. Á sambærilegu tímabili voru tekjur sviðsins einungis 178 milljónir.  Þetta þýðir með öðrum orðum að Landsbankinn hafi metið réttmætar bónusgreiðslur ofan á laun verðbréfamiðlara bankans hærri en tekjurnar sem verðbréfasviðið skapaði bankanum. 

 Fram kemur í umfjöllun nefndarinnar um hvatakerfi starfsmanna Landsbankans að almennt hafi bónusgreiðslur starfsmanna Landsbankans aukist mikið milli ára þó svo að tekjur þeirra starfsviða sem rannsóknarnefndin athugaði hafi staðið í stað. 

 Rannsóknarnefndin kemst meðal annars að þeirri meginniðurstöðu í umfjöllun sinni um hvatakerfi bankanna á árunum 2004 til 2008 að bónusgreiðslur starfsmanna bankanna hafi verið án eiginlegra tengsla við frammistöðu þeirra í starfi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir