2,9 milljarða króna sekt

Flugvélar American Airlines.
Flugvélar American Airlines. Reuters

Bandarísk loftferðayfirvöld ákváðu í dag að flugfélagið American Airlines skuli greiða 24,2 milljónir dala, jafnvirði 2,9 milljarða króna, í stjórnvaldssekt fyrir að vanrækja eftirlit með MD-80 flugvélum í eigu félagsins árið 2008. Er þetta hæsta sekt af þessu tagi, sem um getur.

Flugfélagið fylgdi ekki  reglum, sem settar voru árið 2006 og áttu að tryggja að ekki yrði skammhlaup í rafleiðslum í hkólabúnaði flugvéla. Slíkt skammhlaup getur valdið því að rafmagn fer af búnaðinum og hugsanlega eldsvoða. 

Eftir að bandaríska loftferðaeftirlitið, FAA, komst að því í apríl 2008, að flugfélagið hefði ekki skoðað tvær flugvélar nægilega vel, voru um 1000 flugvélar félagsins kyrrsettar meðan frekari rannsókn fór fram. Sú rannsókn leiddi í ljós að 286 MD-80 flugvélar í eigu American Airliens hefðu farið í samtals 14.278 flugferðir án þess að uppfylla kröfur um eftirlit.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK