Frestar beinu flugi til Belfast

Iceland Express.
Iceland Express.

Iceland Express hefur ákveðið að fresta áformum að hefja flug á milli Belfast á Írlandi og Íslands. Félagið áformaði að hefja beint flug milli landanna í sumar en Matthías Imsland, forstjóri félagsins, segir í samtali við BBC, að möguleiki á slíku flugi verði skoðaður árið 2012.

Áform Iceland Express voru um að fljúga frá Belfast til Íslands með viðkomu í Endinborg í Skotlandi. Nú hefur félagið ákveðið að aðeins verði flogið til Edinborgar. Ferðirnar hefjast í sumar.

Talsmaður flugvallarins í Belfast lýsir vonbirgðum með þessa niðurstöðu í samtali við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir