Vilja sérstaka stofnun evru-ríkja

George Papandreou
George Papandreou Reuters

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, var meðal gesta á fundi evrópskra sósíalista í dag þar sem meðal annars kom fram að nauðsynlegt væri að koma á laggirnar stofnun sem hefði það að markmiði að vinna gegn skuldasöfnun evru-ríkja og takmarka völd lánshæfismatsfyrirtækjanna.

Meðal þeirra sem tóku þátt í símafundi eftir að ráðstefnunni lauk var leiðtogi sósíalista í Frakklandi, Martine Aubry og utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, auk  Papandreou. Leiðtogar evru-ríkjanna munu síðan hittast á fundi á fimmtudag í Brussel þar sem skuldavandi evru-ríkjanna verður til umræðu.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK