Saab í eigu Kínverja

Saab er nú í eigu kínverskra fjárfesta
Saab er nú í eigu kínverskra fjárfesta Reuters

Sænski bílaframleiðandinn Saab er nú að fullu í eigu kínverskra fjárfesta en eigandi Saab, Swedish Automobile, tilkynnti í morgun að hann hefði selt allt hlutafé í Saab til kínversku bílafyrirtækjanna Youngman og Pang Da fyrir 100 milljónir evra, tæpa 16 milljarða króna.

Saab hefur átt í verulegum rekstrarerfiðleikum síðustu misseri og hefur fyrirtækið ítrekað ekki getað greitt starfsmönnum sínum laun á réttum tíma. Félagið fór í greiðslustöðvun fyrir nokkru en í síðustu viku var tilkynnt um að ekki væri óskað eftir áframhaldandi greiðslustöðvun þar sem Swedish Automobile tókst ekki að útvega nægjanlegt fé svo hægt væri að halda rekstrinum áfram. 

Til stóð að kínversku fjárfestarnir keyptu helmingshlut í Saab en fallið var frá því og ákveðið að selja þeim Saab að fullu.

Frétt Dagens Næringsliv

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK