Ekkert liggur fyrir um krónur kröfuhafa

Ekki er búið að móta stefnu um hvernig verður tekið …
Ekki er búið að móta stefnu um hvernig verður tekið á krónueignum kröuhafa bankanna að lokinni skiptingu búa. Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt svörum skrifstofu bankastjóra Seðlabankans liggur ekkert fyrir um það hvernig verður farið með gjaldeyriseign erlendra kröfuhafa vegna útgreiðslu úr þrotabúum bankanna.

Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í síðustu viku að útgreiðslur myndu hefjast úr búinu á næsta ári. Það á nú ríflega 23 milljarða í reiðufé í íslenskum krónum sem munu greiðast til kröfuhafa í Bretlandi og Hollandi.

Samkvæmt svari Seðlabankans liggur ekki fyrir hvort að þeim verður gert kleift að skipta krónunum fyrir erlendan gjaldeyri á hinu opinbera seðlabankagengi eða hvort farið verður með eignina eins og aðrar aflandskrónur í eign erlendra aðila. Afstaðan sem Seðlabankinn kemur til með að taka til málsins mun skipta sköpum fyrir framvindu gjaldeyrishaftanna.

Í fréttaskýringu um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir, að þrátt fyrir að aðeins þriðjungur eigna þrotabús Landsbankans komi brátt til greiðslu er ljóst að krónueign gæti haft mikil áhrif á hinn opinbera millibankamarkað með gjaldeyri. Í því samhengi er rétt að nefna að heildarveltan á honum frá ársbyrjun til októberloka nam aðeins um 64 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK