Eiga 922 milljarða erlendis

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Innlendir aðilar áttu 922 milljarða í erlendum verðbréfum í loks árs 2011 og jókst sú eign um 125,5 milljarða frá árinu á undan. Hlutdeildarskírteini töldust fyrir stærstum hluta eignanna, en 441,6 milljarðar eru í slíkum skírteinum. Næst þar á eftir koma skammtímaskuldaskjöl sem Íslendingar eiga 225,2 milljarða af og erlend hlutabréf að upphæð 130,7 milljarðar. Þetta kemur fram í upplýsingariti Seðlabanka Íslands sem var birt í dag.

Lífeyrissjóðirnir eru enn stærstu fjárfestarnir erlendis, en þeir eiga um 50,9% af erlendum verðbréfum í eigu innlendra aðila. Er þetta lækkun úr 58,7% árið áður og 60,6% árið 2009. Skýra má þessa breytingu á því að innlánastofnanir í slitameðferð hafa selt mikið af eignum síðustu ár og fjárfest í staðinn í skuldaskjölum, enda sækjast innlánsstofnanir í slitameðferð eftir öruggum og auðseljanlegum eignum til þess að geta greitt kröfuhöfum.

Líkt og árið 2010 var mest af erlendri verðbréfaeign innlendra aðila árið 2011 staðsett í Bandaríkjunum eða sem nemur 27% af heildarverðbréfaeign. Árið 2011 voru einungis um 11% af erlendri verðbréfaeign í Lúxemborg og hefur verðbréfaeign í landinu ekki verið lægri frá árslokum 2003. Undanfarin ár hefur fjárfesting í írskum verðbréfum og verðbréfum í Lúxemborg að mestu verið í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða. Margir verðbréfasjóðir eru skráðir í þessum löndum vegna hagstæðs umhverfis til fjárfestingar. Hins vegar geta slíkir sjóðir fjárfest um allan heim og endanleg verðbréfaeign er því sjaldnast í viðkomandi landi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK