Magnús: „Gífurlega áhugavert fyrirtæki“

Magnús Bjarnason.
Magnús Bjarnason. mbl.is

Magnús Bjarnason, nýr forstjóri Icelandic group, segir í samtali við mbl.is að félagið sé meðal þeirra áhugaverðustu á Íslands nú um mundir þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. Það sé meðal ástæðna þess að hann hafi ákveðið að stökkva til og breyta um starfsvettvang, en síðustu þrjú ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar.

Aðdragandinn að ráðningunni var ekki langur að sögn Magnúsar, en hann segir að komið hafi verið að máli við sig og hann fljótlega ákveðið að stökkva til. „Icelandic er gífurlega áhugavert fyrirtæki með langa sögu og mikilvægt hér á Íslandi. Það er heillandi verkefni að koma að fyrirtækinu nú á þessum tímapunkti.“ 

Magnús hefur verið búsettur og starfað bæði í Kína og Bandaríkjunum þar sem hann starfaði bæði fyrir utanríkisþjónustuna og í einkageiranum, meðal annars hjá Glitni og Capacent Glacier ráðgjafafyrirtækinu. Aðspurður hvort ráðning hans sé til marks um frekari markaðssókn á þessa markaði sagði hann að ekkert væri ákveðið í slíkum efnum og að næstu vikur hjá honum myndu fara í að skoða bæði fyrirtækið og markaðinn nánar. Hann segir áhersluna þó áfram verða á Evrópu- og Asíumarkað, þar sem fyrirtækið hafi starfsstöðvar.

Þegar Magnús bjó í Bandaríkjunum var hann meðal annars viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku. Hann segist þá hafa unnið bæði með Icelandic USA og Iceland Seafood áður en þau sameinuðust undir nafni Icelandic. Hann þekki því að einhverju leyti til fyrirtækisins og þeirra markaða sem það vinni á.

Hann segir að starfstíminn hjá Landsvirkjun hafi verið skemmtilegur þar sem miklar breytingar hafi orðið. „Ég hef verið 3 ár hjá Landsvirkjun sem hefur verið mjög skemmtilegur tími þar sem hefur einkennst af því að endurhugsa stefnu fyrirtækisins og það var ekki auðvelt að kveðja það ferli og starfsfólkið þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK