Strætó appið tilnefnt til verðlauna

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Strætó var appið hannað til þess að …
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Strætó var appið hannað til þess að þjónusta farþega með það að markmiði að nota Strætó á auðveldan, fljótlegan og umhverfisvænan máta. mbl.is/Hjörtur

Norrænu umhverfisverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í gærkvöldi, en Strætó var tilnefnt til verðlaunanna fyrir Strætó appið. Verðlaunin eru veitt norrænum fyrirtækjum, samtökum eða einstaklingum sem notast við stafrænar lausnir á skapandi hátt til þess að stuðla að sjálfbærum lífsstíl.

Danska smáforritið Too Good To Go hlaut verðlaunin, en það gerir neytendum kleift að kaupa ódýr matvæli skömmu fyrir lokunartíma og sporna þannig gegn matarsóun. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Strætó var appið hannað til þess að þjónusta farþega með það að markmiði að nota Strætó á auðveldan, fljótlegan og umhverfisvænan máta. Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár er stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl.

Alls voru níu verkefni voru tilnefnd til umhverfisverðlaunanna í ár á grundvelli tillagna sem bárust frá almenningi á Norðurlöndum.

„Þessi tilnefning er gríðarleg viðurkenning fyrir Strætó og á þeirri vinnu sem við höfum lagt í Strætó appið. Markmið okkar er að stuðla að sjálfbærum umhverfisvænum lífsstíl meðal almennings á Íslandi og þetta er stór liður í því verkefni,“ er haft eftir Jóhannesi Svavari Rúnarssyni, forstjóra Strætó, eftir afhendingu verðlaunanna í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka