Fyrsta ferð WOW til Cork

Áhöfn WOW air ásamt Seamus McGrath héraðsstjóra Cork sýslu, Joe ...
Áhöfn WOW air ásamt Seamus McGrath héraðsstjóra Cork sýslu, Joe Kavanagh aðstoðarborgarstjóra Cork og Niall MacCarthy framkvæmdastjóra Cork flugvallar. Aðsend mynd

WOW air flaug sitt fyrsta flug til Cork á Írlandi í dag. Samkvæmt fréttatilkynningu var mikið  um dýrðir þegar komið var til Cork. Eins og venjan er þegar flugfélög hefja flug á nýja flugvelli var tekið á móti vélinni TF NEO með mikilli viðhöfn þar sem slökkviliðsbílar sprautuðu sitt hvoru megin yfir hana og mynduðu stóran vatnsboga.

Flogið verður til Cork fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum allan ársins hring. Þetta er annar áfangastaður WOW air á Írlandi en einnig er flogið daglega til Dublin.

„Tímasetningar fluganna eru einstaklega hagkvæmar og munu gera Íslendingum kleift að nýta vel daginn þar ytra en flogið verður frá Keflavíkur flugvelli að morgni og lent klukkan 10:25 að staðartíma,“ segir í fréttatilkynningu.

„Cork er önnur stærsta borgin á Írlandi á eftir Dublin. Í Cork er gott að versla og veitingastaðir eru fjölmargir. Þá má einnig geta þess að Cork hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir golfáhugamenn enda fjölmargir golfklúbbar starfræktir í Cork og nálægum sveitum.“

Slökkviliðsbílar sprautuðu yfir flugvélina TF NEO sem er sú nýjasta ...
Slökkviliðsbílar sprautuðu yfir flugvélina TF NEO sem er sú nýjasta í sístækkandi flota WOW air.
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir