Ómar og Elmar til Íslandsbanka

Ómar Özcan og Elmar Árnason hafa verið ráðnir í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Verðbréfamiðlun er hluti af nýju sviði bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, sem þjónar fjárfestum og stórum fyrirtækjum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í fjárfestingarstjórnun. Hann hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka.

Ómar hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum …
Ómar hefur undanfarið ár starfað við verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum og áður hjá Arion banka.

Elmar Árnason er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verbréfamiðlari. Hann hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu.

Elmar hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka …
Elmar hefur starfað undanfarin tíu ár hjá VÍB, eignastýringu Íslandsbanka sem verðbréfaráðgjafi og viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu.

„Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Elmar og Ómar til liðs við verðbréfamiðlun bankans en báðir hafa mikla reynslu á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur íslenskt efnahagslíf verið að glæðast og við sjáum fjölmörg tækifæri á mörkuðum. Nýtt svið bankans, Fyrirtæki og fjárfestar, gefur okkur enn fleiri sóknarfæri og möguleika á að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu,“ er haft eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Fyrirtækja og fjárfesta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK