Ferðamenn 2,5 milljónir á næsta ári

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gullfoss. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðamönnum á Íslandi fjölgar um 11% á næsta ári og verða þeir í heildina 2,5 milljónir gangi spár greiningardeildar Arion banka eftir. Helsti óvissuþátturinn er þróun flugframboðs á næstu árum. 

Spá greiningardeildar var kynnt á fundi í höfuðstöðvum Arion banka í morgun. Grunnsviðsmyndin sýnir 11% fjölgun árið 2018, 8% fjölgun árið 2019 og 6% árið 2020 og verða ferðamenn þá orðnir 2,8 milljónir. 

Bjartsýnasta sviðsmyndin sýnir talsvert meiri fjölgun, eða um 18,4% á næsta ári, 15,3% árið 2019 og 13,6% árið 2020. Þá myndi fjöldi ferðamanna skaga hátt upp í 3,5 milljónir. Gert er ráð fyrir að flugfélög vaxi af álíka krafti og undanfarin ár, samhliða því að
erlend flugfélög auka framboð sitt talsvert líkt og síðustu ár. 

Ef aðstæður þróast á þann veg að flugfélög, bæði erlend og innlend, draga úr flugframboði sínu breytist myndin. Svörtustu spár greiningardeildar sýna 7% lækkun á næsta ári, 10% árið 2019 og 12% árið 2020. Væri fjöldi ferðamanna þá kominn niður í 1,6 milljónir sem þó væri enn meiri fjöldi en árið 2015. 

Ferðamenn í Hljómskálagarðinum.
Ferðamenn í Hljómskálagarðinum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir