Vöruviðskipti óhagstæðari með árunum

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2017 nam fob verðmæti vöruútflutnings 47,7 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 60,7 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í nóvember voru því óhagstæð um 13 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Í nóvember 2016 voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 41 millj­arð króna og inn fyr­ir 52,7 millj­arða króna. voru því óhag­stæð um 11,7 millj­arða króna. Sama mánuð 2015 voru vöru­viðskipt­in óhag­stæð um 500 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir