Fanney Birna ráðin til Kjarnans

Fanney Birna Jóns­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans og verður hún einnig hluthafi í fjölmiðlinum. Hún hefur störf í dag.

Þessu er greint frá á Kjarnanum en þar segir að Fanney muni hefja störf í dag. Fanney hefur undanfarið stýrt Silfrinu á Ríkisútvarpinu ásamt Agli Helgasyni og verður engin breyting á því. Hún var áður aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins en hún lét af störfum undir lok sumarsins 2016. 

Í frétt Kjarnans kemur einnig fram að Bára Huld Beck blaða­maður og Grettir Gauta­son, verk­efna- og sölu­stjóri, hafi nýverið hafið störf á miðlinum.  

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir