WOW fjölgar valkostunum

Ljósmynd/WOW

WOW air hefur ákveðið að innleiða fjórða valkostinn þegar bókað er flug hjá flugfélaginu og nefnist hann WOW comfy. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Þar segir að í nýja valkostinum sé innifalinn flugmiði, innrituð taska, handfarangur, forfallavernd og sæti með XL eða XXL sætabili. 

WOW comfy hefur forfallavernd og stærra sætabil umfram WOW plus. Í því er hins vegar ekki innifalin hraðferð í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli, forgangur um borð, máltíð og drykkur eins og felst í WOW biz. 

Haft er eftir Engilberti Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, að með auknum farþegafjölda sjái fyrirtækið tækifæri í að þróa þjónustuna enn frekar.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir