Handskrifaði 1.736 viðurkenningar

Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo fagnar góðum árangri Framúrskarandi fyrirtækja í …
Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo fagnar góðum árangri Framúrskarandi fyrirtækja í vikunni. Mynd/ Magasínið

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Þann 24. janúar næstkomandi munu þau fagna og opinbera lista yfir hverjir það eru sem eru á listanum „Framúrskarandi fyrirtæki 2017“. En hvernig eru þau valin? Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo fór yfir málið í Magasíninu. 

Skiptir starfsfólkið máli 

„Það þarf að uppfylla skilyrðin þrjú ár í röð. Við erum ekkert að verðlauna fyrir mesta hagnaðinn, heldur erum við að verðlauna fyrir traustan og góðan rekstur. Og það er heldur ekkert skilyrði að skila miklum hagnaði, það þarf bara að vera yfir núllinu.“ Hún segir mikla tilhlökkun hjá sumum fyrirtækjum á milli ára og starfsfólkið ekki síður spennt að vilja enda inni á framúrskarandi listanum. 

Skrifar undir 1736 viðurkenningar

Það er orðin árleg hefð fyrir því hjá Brynju að skrifa undir allar Framúrskarandi viðurkenningarnar. Í ár voru fyrirtækin 868 og hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára. Hún skrifar undir bæði enska og íslenska vottun svo undirskriftirnar voru 1736. 

Mbl.is verður með beina útsendingu frá viðburðinum Framúrskarandi fyrirtæki og hefst viðburðurinn kl. 16:30 miðvikudaginn 24. janúar. 

Viðtalið við Brynju má hlusta á í heild hér að neðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK