Reitir greiða rúman milljarð í arð

Kringlan er hluti af eignasafni Reita.
Kringlan er hluti af eignasafni Reita. mbl.is/Hanna

Á aðalfundi fasteignafélagsins Reita verður lögð fram tillaga um arðgreiðslu sem nemur 1.060 milljónum króna en það samsvarar 1,50 krónum á hvern hlut. 

Frá aðalfundi félagsins 2017 og fram til ársuppgjörs sem var birt í síðustu viku voru keyptir 15.000.000 hlutir í félaginu fyrir 1.500 milljónir króna samkvæmt endurkaupaáætlun. Hefur stjórn félagsins í hyggju að endurnýja endurkaupaáætlunina og stefnir að kaupum eigin bréfa fyrir 1.500 milljónir. 

Þannig verða samtals 2.560 milljónum króna ráðstafað til hluthafa, eða um 35,1% af rekstrarhagnaði ársins. 

Þá er lagt til að laun stjórnarmanna verði hækkuð úr 325 þúsund krónum í 340 þúsund og laun stjórnarformanns, sem eru tvöföld laun stjórnarmanns, hækki þannig úr 650 þúsund krónum í 680 þúsund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK