Yfir 33 þúsund störf í húfi

Toys 'R' er að hætta í Bandaríkjunum.
Toys 'R' er að hætta í Bandaríkjunum. AFP

Leikfangakeðjan Toys R Us mun væntanlega loka öllum, eða selja, verslunum sínum í Bandaríkjunum á næstu mánuðum, samkvæmt heimildum BBC. Þetta getur þýtt að 33 þúsund störf séu í húfi en alls rekur keðjan 885 verslanir í Bandaríkjunum.

Þegar er ferli í gangi sem miðar að því að loka einni af hverjum fimm verslunum keðjunnar í Bandaríkjunum í þeirri von að hægt verði að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Ef af gjaldþroti verður þá yrði það eitt það stærsta í smásölugeiranum.

Fyrr í gær var greint frá því í tilkynningu frá Toys R Us að öllum verslunum keðjunnar í Bretlandi verði lokað á næstu sex vikum. 

Samkvæmt frétt Wall Street Journal stefnir allt í að Toys R Us hætti starfsemi í Frakklandi, Spáni, Póllandi og Ástralíu og starfsemi þess hætt. Jafnframt sé stefnt að sölu starfseminnar í Kanada, Mið-Evrópu og Asíu, samkvæmt frétt WSJ. 

Í Washington Post er greint frá því að leikfangakeðjan hafi hætt að greiða birgjum fyrr í vikunni. Þrotið í Bretlandi þýðir að yfir þrjú þúsund manns missa vinnuna þannig að ekkert lát virðist vera á slæmri stöðu smásölufyrirtækja þar í landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK