Fyrirtæki birti tryggingagjaldið á launaseðli

mbl.is/Styrmir Kári

Árið 2017 greiddu vinnuveitendur 685.607 kr. í tryggingagjald með hverjum fullvinnandi starfsmanni með áætluð meðalheildarlaun á almennum vinnumarkaði. Fyrir fyrirtæki með fjórtán starfsmenn samsvarar upphæðin því að vera með fimmtánda starfsmanninn á launaskrá. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins sem tilgreina nú tryggingagjald á launaseðlum starfsmanna sinna og hvetja aðra vinnuveitendur, og fyrirtæki sem annast launavinnslu, til að gera slíkt hið sama. Telja samtökin brýnt að auka skattavitund og vitund um þann kostnað sem hlýst af atvinnurekstri á Íslandi.

„Tryggingagjaldið er launatengt gjald sem atvinnurekendum ber að standa skil á vegna launakostnaðar. Það kemur til viðbótar við laun, greiðslur í lífeyrissjóð og annan launatengdan kostnað. Gjaldið var hækkað tímabundið árin 2009 og 2010 til að mæta tekjutapi ríkissjóðs í kjölfar efnahagskreppunnar og til að mæta auknu atvinnuleysi. Síðan hafa forsendur breyst og atvinnuleysi minnkað. Gjaldið er því nú nýtt til annarra og óskyldra útgjalda ríkissjóðs og því löngu tímabært að það lækki.“

Er lækkun tryggingagjaldsins sagður mikilvægur liður í því að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja og gera þeim kleift að mæta kröfum vinnumarkaðarins um launahækkanir sem og auknu framlagi í lífeyrissjóði. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK