Orðnar jafn stórar landbúnaði

Velta bílaleiga er orðin jafn mikil og landbúnaðarins í heild.
Velta bílaleiga er orðin jafn mikil og landbúnaðarins í heild. mbl.is/Hilmar Bragi

Velta bílaleigufyrirtækja hér á landi nam um 51 milljarði króna á síðasta ári en það er jafn há upphæð og landbúnaðurinn íslenski velti á nýliðnu ári skv. nýjum bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands.

Hefur gjörbreyting orðið á stöðu atvinnuveganna síðasta áratuginn. Þannig hefur landbúnaðurinn vaxið úr 31,6 milljörðum árið 2008 í ríflega 51 milljarð á síðasta ári (á verðlagi hvors árs fyrir sig) og nemur raunvöxtur greinarinnar um 12,2%.

Á sama tíma hafa umsvif bílaleiganna vaxið úr 7,6 milljörðum árið 2008 í um 51 milljarð á síðasta ári (á verðlagi hvors árs fyrir sig). Að raungildi nemur vöxturinn hins vegar 370% yfir tímabilið.  Í nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar kemur fram að floti bílaleigufyrirtækjanna hafi fimmfaldast frá árinu 2007, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í ViðskiptaMogganum í dag.

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir