Nýju íbúðirnar of dýrar

Fjölbýli á Hlíðarenda. Mikið er lagt upp úr hönnun Arnarhlíðar …
Fjölbýli á Hlíðarenda. Mikið er lagt upp úr hönnun Arnarhlíðar 1. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is/Birt með leyfi

Fátt bendir til að skorti á smærri og ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuðborgarsvæðinu verði eytt á næstu misserum. Nýjar íbúðir sem eru að koma á markað eru enda of dýrar.

Um þetta eru tveir sérfræðingar á húsnæðismarkaði, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, sammála. Tilefnið er að fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi í Vatnsmýri fóru í sölu. Haft var eftir Brynjari Harðarsyni, framkvæmdastjóra Vals, í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag að íbúðirnar hentuðu fyrstu kaupendum.

Verð íbúðanna er 39,8 til 72,9 milljónir. Meðalstærð þeirra er um 71 fermetri og meðalverð á fermetra er um 666 þúsund krónur. Þá má nefna að í mars komu nýjar íbúðir í Bríetartúni 9-11 í sölu en þær kosta frá 40,9 milljónum. Sama verð er á ódýrustu íbúðunum í nýju fjölbýlishúsi á Frakkastíg, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK