Húh!-bjór bruggaður fyrir HM í Rússlandi

Árni Theodór Long , t.v., ásamt Marat Settarov og Alexey ...
Árni Theodór Long , t.v., ásamt Marat Settarov og Alexey Sazonov.

Bjór sem mun kallast húh! er nú bruggaður í Rússlandi í tilefni af þátttöku Íslands á HM í knattspyrnu.

Um samstarfsverkefni er að ræða milli Borgar brugghúss og rússneska brugghússins Bottle Share sem þykir með þeim eftirtektarverðari þar í landi.

HM-bjórinn verður til sölu í Moskvu og trúlega víðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir