Heil eyja sett á sölu

Eyjan Vigur er stundum kölluð Perlan í Djúpinu.
Eyjan Vigur er stundum kölluð Perlan í Djúpinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið auglýst til sölu í heild sinni á fasteignavef mbl.is. Húsakostur á eyjunni er vel yfir 700 fermetra og þar er einnig frægasta vindmylla landsins sem er í eigu Þjóðminjasafnsins. 

Í auglýsingunni segir að á hverju ári heimsæki yfir 10 þúsund gestir eyjuna sem spannar 45 hektara. Þar af eru ræktuð tún 10 hektarar. 

Á eyjunni má finna rúmlega 200 fermetra íbúðarhús, sumarbústað, hlöðu, fjós, kælihús, reykhús, fjárhús, hjall og vélageymslu. Þar er einnig Viktoríuhúsið sem er eign Þjóðminjasafnsins. 

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK