Selji tvær Bónusverslanir og bensínstöðvar

Samkvæmt tillögunum mun félagið selja tvær Bónusverslanir og tvær bensínstöðvar.
Samkvæmt tillögunum mun félagið selja tvær Bónusverslanir og tvær bensínstöðvar. mbl.is/Hjörtur

Samkvæmt nýjum tillögum Haga vegna mögulegs samruna við Olís munu Hagar selja verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi til ótengds þriðja aðila. Þá mun félagið selja fasteign félagsins sem nú hýsir Bónus í Faxafeni í Reykjavík og rekstur einnar Olísverslunar og einnar ÓB-stöðvar.

Til viðbótar skuldbindur félagið sig til að hafa sama eldsneytisverð á öllum eldsneytisstöðvum félagsins á landinu öllu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna samrunans.

Um er að ræða samruna Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf. Samkeppniseftirlitið andmælti samrunanum í janúar og hafa Hagar síðan verið í viðræðum við eftirlitið.

Í tilkynningunni í dag kemur einnig fram að komið hafi í ljós að eftirlitið taldi tillögur að skilyrðum fyrir sameiningunni ekki nægjanleg fyrr á árinu. Hefur nú verið mótuð ný tillaga að skilyrðum sem félagið er reiðubúið að undirgangast og er ætlað að eyða ætluðum samkeppnishindrunum vegna samrunans.

Bensínstöð Olís í Hamraborg hefur verið í kjallaranum í áratugi. ...
Bensínstöð Olís í Hamraborg hefur verið í kjallaranum í áratugi. Samkvæmt tillögunni verður hún seld með samrunanum. mbl.is/Ómar

Fram kemur í tillögunum að félagið muni selja Olísstöðvarnar í Hamraborg og að Háaleitisbraut og ÓB-stöðina við Starengi. Þá verði þurrvöruhluti verslunar Olís í Stykkishólmi, en fram kemur í tillögunum að með samruna hefðu Hagar og Olís nokkra samkeppnisyfirburði í Stykkishólmi.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir