49% fleiri farþegar og aukin sætanýting

Samkvæmt tölum félagsins fjölgaði farþegum um 49% í júní samanborið …
Samkvæmt tölum félagsins fjölgaði farþegum um 49% í júní samanborið við júní í fyrra og jókst sætanýting samhliða því. Ljósmynd/WOW-air

Í júní flutti WOW air 391 þúsund farþega til og frá landinu, eða 49% fleiri farþega en á sama tíma fyrir ári. Sætanýting félagsins jókst einnig og var 93% í mánuðinum, samanborið við 86,4% í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Hlutfall tengifarþega hefur aukist milli ára úr 44% í 58% í júní í ár. Samtals hefur WOW air flutt um 1,6 milljónir farþega samkvæmt tilkynningunni. „Það er frábært að sjá hversu vel okkur gengur að fylla vélarnar okkar þrátt fyrir um 30% vöxt á milli ára sem af er ári og sjö nýja áfangastaði,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air, í tilkynningunni.

WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju-Delí hefst í desember á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK