Kaupa allar Iceland-verslanirnar

Allar sjö Iceland-verslanirnar, fimm 10-11 verslanir og báðar Háskólabúðirnar verða ...
Allar sjö Iceland-verslanirnar, fimm 10-11 verslanir og báðar Háskólabúðirnar verða seldar til Samkaupa frá Basko gangi kaupin í gegn. mbl.is/Hjörtur

Allar Iceland-verslanirnar sjö, fimm 10-11 verslanir og báðar Háskólabúðirnar verða seldar til Samkaupa frá Basko verði kaupin samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. Þetta kemur fram í  samrunatilkynningunni sem barst Samkeppniseftirlitinu hinn 25. júní sl. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Eftir viðskiptin munu Basko verslanirnar áfram reka 18 verslanir undir nafninu 10-11 auk verslunarinnar Kvosarinnar, Inspired by Iceland verslunar og veitingastaðarins Bad Boys Burgers & Grill. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir