Skúli nýr framkvæmdastjóri Festu

Skúli Valberg Ólafsson tekur við sem framkvæmdastjóri Festu í september.
Skúli Valberg Ólafsson tekur við sem framkvæmdastjóri Festu í september. Ljósmynd/Aðsend

Skúli Valberg Ólafsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Hann hefur störf í september. 

Skúli er rekstrarhagfræðingur MBA frá Háskólanum í Reykjavík og iðnaðar- og kerfisverkfræðingur frá University of Florida. Hann er með yfir 25 ára stjórnunarreynslu úr viðskiptalífinu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann tók þátt í framgangi upplýsingatæknigeirans m.a. hjá EJS, OZ.com og CCP, þá starfaði hann við uppbyggingu í fjármálageiranum t.am. hjá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, Brú Venture Capital og Straumi-Burðaráss fjárfestingabanka.


„Það er mér bæði ljúft og skylt að taka við þessu jákvæða og uppbyggilega verkefni,“ er haft eftir Skúla í fréttatilkynningu. „Fólk og fyrirtæki gera sér í auknum mæli grein fyrir að viðhorfið „svona höfum við alltaf gert þetta“ er ekki líklegt til að fleyta þeim inn í betri framtíð. Rannsóknir sýna að nýsköpun og endurnýjun eru nauðsynlegir þættir hjá fyrirtækjum sem ætla að lifa af í síbreytilegu viðskiptaumhverfi. Fyrirtæki komast ekki upp með það lengur að horfa fram hjá samfélagslegri ábyrgð, sjálfbærri þróun og nýsköpun. Nýjar kynslóðir taka eldri fram um þetta og þarna þarf að brúa bilið á milli.“

Skúli tekur við starfinu af Katli Berg Magnússyni sem lætur af störfum að eigin ósk eftir fimm ára starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK